EDDA – Robert Wilson á Listahátíð í Reykjavík


Frumsýning
17. júní    
Svið
Stóra svið    
Verð
7500 kr.    

  

Robert Wilson telst til áhrifamestu og framsæknustu leikhúslistamanna síðustu áratuga. Sýningar hans eru þekktar fyrir að vera mikið sjónarspil og unnar af tæknilegri nákvæmni sem fáir leika eftir. EDDA í uppsetningu Det Norske Teatret ber höfundareinkennum Wilsons sterkt vitni bæði í útliti og leikstíl og óhætt er að segja að þessi sýning sé ólík öllu sem áður hefur sést á íslensku leiksviði. Hér er um að ræða umfangsmesta erlenda verkefni Listahátíðar í ár. 

Leikskáldið Jon Fosse gerir leikgerðina að verkinu en tónlistarstjórn er í höndum íslenska tónlistarmannsins Valgeirs Sigurðssonar. Frumsamin tónlist í verkinu er eftir systurnar í CocoRosie. Auk þess leikur tónlist hins eistneska Arvo Pärt stórt hlutverk í sýningunni.

Sýningin vann Hedduverðlaunin í Noregi sem leikhúsviðburður ársins 2017 og fyrir bestu leikmynd og búninga.

Sýningin er á norsku, ensku og íslensku og verður textuð á íslensku. Hún er hins vegar afar sjónræn og krefst ekki skilnings á tungumálunum. 

Leikstjórn, hönnun og lýsing: Robert Wilson

Leikgerð: Jon Fosse

Tónlistarstjóri: Valgeir Sigurðsson

Tónlist eftir: CocoRosie & Arvo Pärt

Búningahönnuður: Jacques Reynaud

Dramatúrg: Carl-Morten Amundsen

Aðstoðarleikstjóri: Ann Christin Rommen

Aðstoðarhönnuður sviðsmyndar: Serge Von Arx

Leikgervi: Manu Halligan

Aðstoðarhönnuður lýsingar: John Torres

Leikarar: Henrik Rafaelsen, Gjertrud Jynge, Sigve Bøe, Frode Winther, Eivin Nilsen Salthe, Marianne Krogh, Paul-Ottar Haga, Joachim Rafaelsen, Ola G. Furuseth, Renate Reinsve, Jon Bleiklie Devik, Unn Vibeke Hol, Inge Jørgensen Dragland

Samstarf við Det Norske Teatret, Oslo, Aarhus Teater, Danmörku og Aarhus 2017 Menningarborgar Evrópu & Unlimited Performing Arts.

EDDA er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands 2018.

 

“In EDDA the Norse mythology comes alive in a way completely different from anything we are familiar with from traditional productions. ... It is stunning, it is abstract absurdism and it is above all Robert Wilson.”

— Dagsavisen

“EDDA is a Gesamtkunstwerk that spins through time in a absurd, beautiful and playful way … Two hours of a fantastic suggestive mix of exquisite pictures, burlesque and mythology.”

— Svenska Dagbladet