Borgarleikhúsið



Taktu lagið Lóa

  • Nýja sviðið
  • Verð: 6.950 kr.
  • Frumsýning 12. mars
  • Væntanleg
  • Miðasala er ekki hafin á sýninguna Taktu lagið Lóa. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
  • Kaupa kort

Leikritið lýsir á miskunnarlausan en meinfyndinn hátt niðurlægjandi aðstæðum fólks sem hefur orðið undir í þjóðfélaginu. Lóa er feimin og óframfærin ung stúlka sem býr með óreglusamri móður sinni, afskipt og vanrækt. 

Taktu lagið Lóa

Nístandi fyndinn sársauki

Leikritið lýsir á miskunnarlausan en meinfyndinn hátt niðurlægjandi aðstæðum fólks sem hefur orðið undir í þjóðfélaginu. Lóa er feimin og óframfærin ung stúlka sem býr með óreglusamri móður sinni, afskipt og vanrækt.

Hún hefur gripið til þess ráðs að loka sig af í eigin heimi, í félagsskap tónlistarinnar sem er hennar eina haldreipi. Faðir hennar heitinn skildi eftir sig gríðarlegt plötusafn og Lóa hefur smátt og smátt náð ótrúlegri leikni í að herma eftir ýmsum frægum söngkonum. Eitt kvöldið kemur móðir hennar heim með nýjan bólfélaga sem er umboðsmaður þriðja flokks skemmtikrafta og dreymir um skjótfenginn gróða. Hann heyrir Lóu syngja og sér samstundis gróðavon í hæfileikum hennar.

Jim Cartwright var meðal fremstu leikskálda Bretlands og nutu leikrit hans mikilla vinsælda. Verk hans, Stræti, Barpar og Lóa (Taktu lagið Lóa! Í þýðingu Árna Ibsen) hafa öll verið sýnd hér á landi og slógu rækilega í gegn. Nú, 25 árum síðar, snýr Lóa aftur til nýrra áhorfenda í glænýrri þýðingu Braga Valdimars. 

Leikarar

  • Haraldur Ari Stefánsson
  • Jóhann Sigurðarson
  • Katla Margrét Þorgeirsdóttir
  • Rakel Björk Björnsdóttir
  • Sigrún Edda Björnsdóttir
  • Þorsteinn Bachmann

Listrænir stjórnendur

  • Höfundur

    Jim Cartwright

  • Þýðing

    Bragi Valdimar Skúlason

  • Leikstjórn

    Þóra Karítas Árnadóttir

  • Leikmynd

    Sean Mackaoui

  • Búningar

    Stefanía Adolfsdóttir

  • Lýsing

    Pálmi Jónsson

  • Tónlistarstjórn

    Garðar Borgþórsson

  • Sviðshreyfingar

    Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

  • Leikgervi

    Guðbjörg Ívarsdóttir

  • Hljóðmynd

    Þorbjörn Steingrímsson

  • Hljómsveit

    Garðar Borgþórsson
    Daði Birgisson
    Kjartan Guðnason