Er ég mamma mín?

 • Nýja sviðið
 • 2 klst., eitt hlé
 • Verð: 6.950 kr.

Einn daginn neitar húsmóðirin að leika hlutverk sitt og hættir að sinna heimilinu. Hún fer í verkfall, leggur niður störf og leirtauið safnast upp. Hvernig tekst heimilisfólki að aðlagast breyttum hlutverkum kynjanna og nýjum valdahlutföllum? 

Er ég mamma mín?

Tvær sögur – eða alltaf sama sagan?

Einn daginn neitar húsmóðirin að leika hlutverk sitt og hættir að sinna heimilinu. Hún fer í verkfall, leggur niður störf og leirtauið safnast upp. Hvernig tekst heimilisfólki að aðlagast breyttum hlutverkum kynjanna og nýjum valdahlutföllum? Verkið er fjölskyldusaga sem sögð er á tveimur mismunandi tímabilum með áherslu á áhrif hverrar kynslóðar á þá næstu og samskipti hjóna í blíðu og stríðu. Er hægt að brjótast undan hlutverkunum? Eða verður þú alltaf mamma þín?

María Reyndal hefur á undanförnum árum getið sér gott orð sem höfundur og leikstjóri. Kvenfélagið Garpur, sem setur upp verkið í samstarfi við Borgarleikhúsið, hefur áður vakið athygli fyrir Mannasiði og Sóleyju Rós, ræstitækni sem hlaut fimm Grímutilnefningar og tvenn Grímuverðlaun árið 2017 fyrir leikrit ársins og leikkonu ársins í aðalhlutverki. Mannasiðir var páskamynd RÚV 2018 og hlaut 4 Eddutilnefningar og var valið besta leikna sjónvarpsefni ársins 2018. 

Kristbjörg Kjeld hlaut Grímuverðlaun fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki í Er ég mamma mín? á Grímuverðlaunahátíðinni 2020.

Verkið er styrkt af Leiklistarráði, Starfslaunasjóði listamanna og Reykjavíkurborg.

https://youtu.be/wbls-TLtLZc

LL_logo_blk_print

Gagnrýni

Kristbjörg Kjeld vann beinlínis leiksigur.

SA - Tmm

Sýningin er skemmtileg, fyndin, vel leikin.

SB – Rúv

Langt síðan undirritaður hefur séð áhorfendahóp gleypa jafn svikalaust við sögu á leiksviðinu.

JSJ. - Kjarninn



Leikarar

 • Arnaldur Halldórsson
 • Katla Njálsdóttir
 • Kristbjörg Kjeld
 • María Ellingsen
 • /media/leikarar/solveig-web.jpgSólveig Guðmundsdóttir
 • Sveinn Ólafur Gunnarsson
 • Sigurður Skúlason

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur & leikstjóri

  María Reyndal

 • Leikmynd og lýsing

  Egill Ingibergsson

 • Búningar

  Margrét Einarsdóttir 

 • Tónlist

  Úlfur Eldjárn


Gosi

Trésmiðurinn Jafet kemst yfir talandi viðardrumb og fær þá hugmynd að smíða úr honum brúðu. Til verður spýtustrákurinn Gosi; forvitinn prakkari sem á erfitt með að feta hinn rétta veg. 

Nánar

Ég hleyp

Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. 

Nánar