Extravaganza


Frumsýning
28. okt    
Svið
Litla svið    
Tegund
Nútímaverk    
Verð
5950 kr    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Lýdía býr í fyrrum félagsblokk í úthverfi Reykjavíkur sem breytt hefur verið í gistirými fyrir ferðamenn. Gegn því að tékka ferðamenn inn og út úr blokkinni og afgreiða í lundabúðinni sem rekin er í sameigninni leyfir fasteignafélagið Porcellus henni að búa þar áfram. Án vitundar Porcellus hefur áhugasagnfræðingurinn Guðbrandur Númi hreiðrað um sig í geymslurými en fer um borgina að næturlagi í leit að pússlum í borgarsöguna.

Þegar Porcellus tekur að ógna tilveru þeirra beggja taka þau höndum saman um að láta drauma sína rætast: Þau setja upp epíska Reykjavíkurrevíu Guðbrandar í blokkinni og safna fé til að fljúga Lýdíu á vit milljónamæringa á samkomunni Super Life Extravaganza í Düsseldorf.

Extravaganza er grátbroslegt gamanleikrit eftir leikskáld Borgarleikhússins. 

Í samstarfi við leikhópinn Soðið svið