Borgarleikhúsið

Fuglabjargið

 • Litla sviðið
 • 1 klst.
 • Verð: 4.200 kr.
 • Sýningum lokið

SBH. Morgunblaðið.

 • Sýningum á Fuglabjargið er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
 • Kaupa miða Panta mat

Verið velkomin í hugarflug. Í fuglabjarginu á eyjunni Skrúði er nefnilega margt sem gerist utan sjónsviðs mannanna. Í eyjuna flykkjast sjófuglar á vorin og allt lifnar við á meðan skarfurinn kvartar og kveinar. Á sumrin er ýmislegt um að vera, langvían þorir ekki að stökkva úr hreiðrinu og æðarfuglar dóla í flæðarmálinu. Á haustin fara farfuglar í hátíðlega skrúðgöngu til vetrarstöðva undir dynjandi súlukasti og á köldum vetrum hlæja haftyrðlar í snjónum og svo margt, margt fleira.

Fuglabjargið

,,Leikur jafnt sem söngur og tónlistarflutningur er vandaður og á sama tíma fullur af sprúðlandi leikgleði sem hrífur áhorfendur með."


Fróðleg og skemmtileg ævintýraför í friðlandi.

Fuglabjargið er áferðarfagurt tónleikhúsverk fyrir börn þar sem hljóðfæraleikarar og söngvarar verksins bregða sér í allra fugla líki. Í verkinu fylgjumst við með einu ári í eyjunni þar sem árstíðir koma og fara, hver á eftir annarri, og svo hring eftir hring eftir hring.

Fuglabjargið er nýtt, íslenskt barnaverk en textinn er eftir Birni Jón Sigurðsson, en hann hlaut Grímutilnefningu sem leikrit ársins 2020 ásamt leikhópnum CGFC fyrir verkið Kartöflur. Tónlist verksins er í höndum Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur sem nýlega var kosin bjartasta von íslensks tónlistarlífs í samtíma- og klassískri tónlist.

Verkefnið er styrkt af Sviðslistaráði, Starfslaunasjóði listamanna, Átaksverkefni atvinnuleikhópa, Barnamenningarsjóði, Tónlistarsjóði og Nordic Culture Point.

Samstarf við sviðslistahópinn Hin fræga önd.

Hallveig leikstjóri segir frá sýningunni

Gagnrýni

Leikur jafnt sem söngur og tónlistarflutningur er vandaður og á sama tíma fullur af sprúðlandi leikgleði sem hrífur áhorfendur með.

SBH. Morgunblaðið.

Leikarar

 • Björg Brjánsdóttir
 • Björk Níelsdóttir
 • Bryndís Þórsdóttir
 • Halldór Eldjárn
 • Ragnar Pétur Jóhannesson
 • Tumi Árnason
 • Viktoría Sigurðardóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Birnir Jón Sigurðsson

 • Leikstjórn

  Hallveig Kristín Eiríksdóttir

 • Leikmynd

  Hallveig Kristín Eiríksdóttir
  Birnir Jón Sigurðsson

 • Búningar

  Sólveig Spilliaert

 • Ljós

  Jóhann Friðrik Ágústsson

 • Tónskáld

  Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir
  Ragnheiður Erla Björnsdóttir

 • Tónlistarstjóri

  Ragnheiður Erla Björnsdóttir
 • Hljóðhönnun

  Kristinn Gauti Einarsson
 • Aðstoðarleikstjóri

  Marta Ákadóttir