Hannes og Smári


Frumsýning
7. okt    
Svið
Litla svið    
Tegund
Gamanleikur    
Verð
5950 kr    

Myndir úr sýningunni

Hannes og Smári, „annað sjálf“ okkar kraftmiklu leikkvenna Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, í hárbeittum nýjum gamanleik.

Félagarnir landsfrægu Hannes og Smári koma hér saman í hljómsveit sinni Úlfunum og lofa „eldfjörugri kvöldstund með leiklist, ljóðum, bardagalist og frumsaminni, óútgefinni tónlist.“ Að eigin sögn munu félagarnir fara með áhorfendur í „listrænan rússíbana, segja sögur um uppruna sinn, líf og áhrifavalda - þetta eru leiftrandi sögur, dramatískar og ágengar en um leið fyndnar.“  Í tengslum við sýninguna gefa þeir Hannes og Smári út splunkunýjan geisladisk sem ber nafnið „Kíldu mig kaldan“ og er til sölu í forsal Borgarleikhússins á 2.200 krónur. Tryggðu þér eintak, tryggðu þér miða! 

Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar 


Úr gagnrýni

„Áhorfendur grétu af hlátri"  DK. Hugras

„Ólafía og Halldóra eru eins og fiskar í vatni í túlkun sinni á Hannesi og Smára"  SBH. Mbl 

 „Ólafía Hrönn og Halldóra eru báðar framúrskarandi leikarar" DK. Hugras

„Miklar hæfileikakonur sem leika á als oddi" SJ. Fréttabl.

„Bráðfyndin atriði"  SJ. Fréttabl.

„Drepfyndin" GB. Víðsjá