Hannes og Smári


Frumsýning
7. okt    
Svið
Litla svið    
Tegund
Gamanleikur    
Verð
5950 kr    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Myndir úr sýningunni

Hannes og Smári, „annað sjálf“ okkar kraftmiklu leikkvenna Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, í hárbeittum nýjum gamanleik.

Félagarnir landsfrægu Hannes og Smári koma hér saman í hljómsveit sinni Úlfunum og lofa „eldfjörugri kvöldstund með leiklist, ljóðum, bardagalist og frumsaminni, óútgefinni tónlist.“ Að eigin sögn munu félagarnir fara með áhorfendur í „listrænan rússíbana, segja sögur um uppruna sinn, líf og áhrifavalda - þetta eru leiftrandi sögur, dramatískar og ágengar en um leið fyndnar.“  Í tengslum við sýninguna gefa þeir Hannes og Smári út splunkunýjan geisladisk sem ber nafnið „Kíldu mig kaldan“ og er til sölu í forsal Borgarleikhússins á 2.200 krónur. Tryggðu þér eintak, tryggðu þér miða! 

Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar 


Úr gagnrýni

„Áhorfendur grétu af hlátri"  DK. Hugras

„Ólafía og Halldóra eru eins og fiskar í vatni í túlkun sinni á Hannesi og Smára"  SBH. Mbl 

 „Ólafía Hrönn og Halldóra eru báðar framúrskarandi leikarar" DK. Hugras

„Miklar hæfileikakonur sem leika á als oddi" SJ. Fréttabl.

„Bráðfyndin atriði"  SJ. Fréttabl.

„Drepfyndin" GB. Víðsjá