Hin lánsömu


Frumsýning
27. apríl    
Lengd
Tvær klst.    
Svið
Stóra svið    
Verð
5500 kr.    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Hin lánsömu eftir Anton Lachky

Átta manna fjölskylda.
Velgengni og hamingja.
Boð og bönn.
Afleiðingar.

Hin lánsömu er kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi. Með því að fylgja settum reglum er þeim tryggt hamingjuríkt og gæfusamt líf. Mundir þú fylgja hvaða reglu sem er ef það tryggði hamingju þína og lánsemi? Hvað ef ein reglan bannar þér að yfirgefa húsið þitt?

Anton Lachky snýr aftur til Íslenska dansflokksins með splunkunýtt dansverk þar sem húmor og dansgleði er í forgrunni. Haustið 2011 samdi hann verkið Fullkominn dagur til drauma sem sýnt var á Stóra sviði Borgarleikhússins, sem veittu honum ásamt dönsurum Íd verðlaunin Danshöfundur ársins 2012 á Grímuverðlaunahátíðinni.

Undanfarin ár hefur orðspor  hans sem danshöfundur farið  vaxandi en meðal verka hans eru Softandhard fyrir Borgarleikhúsið í Helsinki, Heaven is the place og Family Journey fyrir Praque DOT 504, Magical Road fyrir Theater St-Gallen, Wonderland fyrir Gautaborgarballettinn, Dreamers fyrir Scottish Dance Theatre, ásamt því að hafa samið fyrir Feneyjar tvíæringinn.

Íslenski dansflokkurinn fagnar því að fá Anton Lachky aftur til liðs við sig enda er útkoman stórfenglegt sjónarspil sem er góð skemmtun fyrir alla aldurshópa.