Hverfa / Órætt algleymi
- Stóra sviðið
- Verð: 6.900
Hverfa / Órætt algleymi
Hverfa
eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur
Hverfa er óður til negatívunnar og þess sem blasir
ekki við, líkt og ranghverfa á flík, herðatré á tómum fatarekka, hátalarasnúra
eða annað sem við tökum að öllu jöfnu ekki eftir. Verkinu má líkja við
upphafningu á aukaatriðum þar sem hið ósýnilega verður sýnilegt. Í Hverfu
mætast tveir dansarar í nokkurs konar sálumessu til hversdagslegra hluta sem
eiga það oft til að falla í bakgrunninn.
Órætt algleymi
eftir Margréti Guðjónsdóttur
Danshöfundurinn Margrét Sara fæst við öfl sem verka á okkur utan við hinn meðvitaða huga. Nýtt verk hennar Liminal States / Órætt algleymi er djúpbeitt hugleiðsla um hina óáþreifanlegu en kraftmiklu undirstrauma í tilveru okkar.
Í verkum sínum tekst Margrét Sara á við áhrif samfélagslegra pólitískra stefna á líkama okkar og innra líf. Því tengt hefur hún þróað eigin aðferðafræði við danssköpun sem gengur út á speglun og losun á þessum utanaðkomandi áhrifum. Aðferðina, sem Margrét Sara nefnir FULL DROP, nýtir hún í vinnu sinni með dönsurum til þess að nálgast ólík líkamleg meðvitundarstig þar sem næmni og hlustun eru örvuð á öflugan og hárfínan hátt. Sviðsverk hennar taka beinan þátt í umræðu samtímans um aktivisma, feminisma, gagnvirk tengsl og heilun.
Liminal States / Órætt algleymi verður samið við tónlist enska tónskáldsins Peter Rehberg (1968-2021), samstarfsmanns Margrétar Söru til margra ára.