Hystory


Lengd
1 klst og 15 mín    
Svið
Litla svið    
Tegund
Nútímaverk    
Verð
5.500 kr.    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Myndir úr sýningunni

ÞRJÁR VINKONUR SEM ERU EKKI VINIR Á FACEBOOK HITTAST OG DREKKA LANDA

Dagný, Begga og Lilja voru bestu vinkonur í grunnskóla. Þegar þær voru fimmtán ára hættu þær að tala saman. Síðan eru liðin tuttugu ár.

Þær mætast stundum á förnum vegi: í Melabúðinni, á Ægisíðunni eða í ræktinni úti á Nesi. Þær brosa, kinka kolli, segja: Sæææl ... en hendurnar dofna og þær verkjar í hjartað. Dagnýju finnst kominn tími til að þær hittist svo hún sendir þeim skilaboð á Facebook og býður þeim heim til sín í kaffi. Hana langar til að hreinsa andrúmsloftið en Beggu finnst ekki vera hægt að laga til í minningum annarra og Lilja man ekki neitt.

Kristín Eiríksdóttir er myndlistarmenntaður rithöfundur. Fyrsta bókin hennar, Kjötbærinn, kom út árið 2004. Á eftir fylgdu svo ljóðabækurnar Húðlit auðnin (2006) og Annarskonar sæla (2008). Árið 2010 kom út smásagnasafnið Doris deyr og haustið 2012 sendi hún frá sér sína fyrstu skáldsögu, Hvítfeld – fjölskyldusaga. Hún hefur einnig skrifað tvö leikrit: Karma fyrir fugla ásamt Kari Ósk Grétudóttur, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2013 og Skríddu sem sett var upp í Borgarleikhúsinu í apríl 2013.

Sýningin er samstarfsverkefni leikhópsins Sokkabandsins og Borgarleikhússins. 


Úr gagnrýni

„Hárbeitt og bráðfyndin.. Framúrskarandi nýtt íslenskt leikverk í frumlegri uppsetningu.” SJ – Fbl

„Aðalsigurvegararnir eru leikararnir í sýningunni.” DK – Djöflaeyjan

„Hér mætast væmnin og pönkið, virkilega áhrifamikil og bráðskemmtileg sýning.” ÞES – Víðsjá

„Klisjulaus kvenleiki” HS & KV – knuz

„Hrá ögrandi og ógnvekjandi” BL – DV

„Grátlega fyndin og leikurinn svakalega góður… Geðveik sýning.” SA – TMM

„Kröftug, fyndin og átakanleg… mögnuð uppfærsla” SBH – Morgunblaðið