Í ljósi sögunnar

  • Nýja sviðið
  • Frumsýnt 15. apríl 2020

Hin vandaða þáttaröð Veru Illugadóttur „Í ljósi sögunnar“ hefur slegið í gegn, bæði í Ríkisútvarpinu og á hlaðvarpsveitum netsins. 

Í ljósi sögunnar

Í ljósi sögunnar á sviði

Hin vandaða þáttaröð Veru Illugadóttur „Í ljósi sögunnar“ hefur slegið í gegn, bæði í Ríkisútvarpinu og á hlaðvarpsveitum netsins. Í þáttunum rekur Vera atburði úr mannkynssögunni á lifandi og áhugaverðan hátt og hefur hlustendahópurinn stækkað jafnt og þétt þau sex ár sem þátturinn hefur verið í loftinu, enda sannleikurinn oft lygilegri en nokkur skáldskapur. Af nógu er að taka og nú fær sagan nýtt líf í sviðsljósinu þar sem Vera birtist í eigin persónu ásamt Halli Ingólfssyni tónlistarmanni. Þau munu kafa í áhugaverða atburði sem fáir hafa heyrt á minnst áður í heillandi návígi við áhorfendur.

Um er að ræða nýja þætti sem verða aðeins fluttir á leiksviði.

Leikarar

  • /media/leikarar/vera-illugadottir-web.jpgVera Illugadóttir

Kæra Jelena

Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið.

Nánar

Um tímann og vatnið

Á næstu 100 árum mun jörðin okkar fara í gegnum breytingar sem eru stærri en tungumál okkar og myndhverfingar geta höndlað. Þessar yfirvofandi ummyndanir sprengja í raun skynjun okkar svo við heyrum bara eitthvað hvítt suð.

Nánar