Í ljósi sögunnar

Óhætt er að segja að hin vandaða þáttaröð Veru Illugadóttur „Í ljósi sögunnar“ hafi slegið í gegn í Ríkisútvarpinu. Í þáttunum rekur Vera atburði úr mannkynssögunni á sinn einstaka hátt og tengir þá gjarnan við atburði líðandi stundar.

Hlustendahópurinn hefur stækkað jafnt og þétt þau sjö ár sem þátturinn hefur verið í loftinu, enda sannleikurinn oft lygilegri en nokkur skáldskapur. Og af nógu er að taka. Nú fá frásagnirnar að lifna öðru lífi þegar Vera flytur nýjar sögur í eigin persónu á Nýja sviðinu og nýtur aðstoðar Halls Ingólfssonar, tónlistarmanns, við sviðsetninguna. Þau munu kafa í atburði sem ekki hefur verið fjallað um áður og gefst áhorfendum og aðdáendum Veru því einstakt tækifæri til að hlýða á hana segja frá í eigin persónu.

Leikarar

  • Hallur Ingólfsson
  • Vera Illugadóttir

Listrænir stjórnendur

  • Höfundur

    Vera Illugadóttir

  • Hljóðmynd

    Hallur Ingólfsson


Allt sem er frábært

Allt sem er frábært fær fólk til að hlæja þar til það skilur loks hvers vegna það grætur! Hvernig bregst ungur sonur við myrkum hugsunum móður sinnar?

Nánar

Sex í sveit

Hjónakornin Benedikt og Þórunn skella sér í bústaðinn í Eyjafirði en hvort með sitt leyndarmálið í farteskinu. 

Nánar