Borgarleikhúsið

Í ljósi sögunnar

  • Nýja sviðið
  • Verð: 4.500 kr
  • Frumsýning 13. febrúar 2021
  • Væntanleg
  • Miðasala er ekki hafin á sýninguna Í ljósi sögunnar. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
  • Kaupa kort

Í ljósi sögunnar

Óhætt er að segja að hin vandaða þáttaröð Veru Illugadóttur „Í ljósi sögunnar“ hafi slegið í gegn í Ríkisútvarpinu. Í þáttunum rekur Vera atburði úr mannkynssögunni á sinn einstaka hátt og tengir þá gjarnan við atburði líðandi stundar.

Hlustendahópurinn hefur stækkað jafnt og þétt þau sjö ár sem þátturinn hefur verið í loftinu, enda sannleikurinn oft lygilegri en nokkur skáldskapur. Og af nógu er að taka. Nú fá frásagnirnar að lifna öðru lífi þegar Vera flytur nýjar sögur í eigin persónu á Nýja sviðinu og nýtur aðstoðar Halls Ingólfssonar, tónlistarmanns, við sviðsetninguna. Þau munu kafa í atburði sem ekki hefur verið fjallað um áður og gefst áhorfendum og aðdáendum Veru því einstakt tækifæri til að hlýða á hana segja frá í eigin persónu.

Leikarar

  • Hallur Ingólfsson
  • Vera Illugadóttir

Listrænir stjórnendur

  • Höfundur

    Vera Illugadóttir

  • Hljóðmynd

    Hallur Ingólfsson