Jólaflækja
- Litla sviðið
- 50 mín., ekkert hlé
- Verð: 3.500 kr.
- Sýningar hefjast 23. nóvember
- Væntanleg
Einar er alltaf einn. Líka á jólunum. En Einari leiðist aldrei. Hann finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða.
Jólaflækja
Litrík jólasýning fyrir þau yngstu
Einar er alltaf einn. Líka á jólunum. En Einari leiðist aldrei. Hann finnur alltaf upp á einhverju til að gera einveruna áhugaverða. Þegar hann lokast uppi á háalofti heima hjá sér á aðfangadag þarf hann að gera sitt besta til að halda hátíðina heilaga. En Einar er óheppinn og á það til að flækjast í jólaseríum eða lenda i slagsmálum við hangikjöt.
Þessi sýning var tilnefnd til Grímuverðlauna með Berg Þór Ingólfsson í aðalhlutverki en hann er einnig höfundur og leikstjóri sýningarinnar. Barna- og fjölskyldusýningar Bergs eru margrómaðar. Má þar nefna Mary Poppins, Billy Elliot, Horn á höfði, Hamlet litla og Bláa hnöttinn. Einar mun hringja inn jólin á gamansaman og hjartnæman hátt fyrir yngstu áhorfendur Borgarleikhússins og fjölskyldur þeirra.
Leikarar
Bergur Þór IngólfssonEinar
Listrænir stjórnendur
Höfundur
Bergur Þór IngólfssonLeikstjórn
Bergur Þór IngólfssonLeikmynd og búningar
Móeiður HelgadóttirLýsing og tónlist
Garðar Borgþórsson