Kartöfluæturnar


Frumsýning
22. september    
Svið
Litla svið    
Verð
6.250 kr.    


Ekki verða fleiri sýningar á þessu leikári, en leikritið verður sýnt aftur á næsta leikári.

Myndir úr sýningunni

Ofurvenjuleg margbrotin íslensk fjölskylda keppir í meðvirkni og stjórnsemi innanhúss.

Lísa er hjúkrunarfræðingur sem lifði af fjölskylduharmleik og flúði land. Nú er hún komin heim til að takast á við fortíðina, dóttur sína og stjúpson - og innrétta æskuheimilið alveg upp á nýtt.

Tyrfingur Tyrfingsson vakti fyrst athygli fyrir skáldskap sinn með leikverkinu Grande sem var lokaverkefni hans við Listaháskóla Íslands árið 2011. Tveimur árum síðar sýndi Borgarleikhúsið einþáttung hans, Skúrinn á sléttunni og árið 2014 var leikritið Bláskjár frumsýnt þar í húsi í samstarfi við leikhópinn Óskabörn ógæfunnar.  Um skeið var Tyrfingur hússkáld Borgarleikhússins og samdi þá Auglýsingu ársins. Leikritin Bláskjár og Auglýsing ársins  komu út á bók í útgáfuröð Borgarleikhússins.


Úr gagnrýni um sýninguna:

Sannleikurinn er einfaldlega sá, að þessi sýning er óborganlegt leikhús – einhvern veginn svo ekta, fallegt og ljótt, allt í senn.”
BS. DV ★★★★★

“Höfundurinn sé orðheppinn og kaldhæðinn en undirliggjandi sé líka mikill sársauki.”
HA. Kastljós.

“Kartöfluæturnar í Borgarleikhúsinu eru vel skrifað íslenskt leikverk í kraftmikillri uppfærslu.”
MG. Fréttablaðið ★★★★

“Þetta er svipmynd af samfélagi. Meistaralega gert. Samtölin renna fyrirhafnarlaust og náttúrlega. Fyndnin hittir í mark.” 

BS. DV ★★★★★

“Uppfærsla Borgarleikhússins á Kartöfluætunum er kraftmikil og ögrandi sýning þar sem leikhópurinn fær úr safaríkum efnivið að moða undir hugmyndaríkri leikstjórn.”
SBH. Morgunblaðið ★★★★1/2

“Og Ólafur Egilsson klikkar ekki. Hann hefur þetta allt í hendi sér, veit hvað hann vill, gefur lausan tauminn, án þess að missa stjórn eitt augnablik.”
BS. DV ★★★★★

“Lísu leikur Sigrún Edda Björnsdóttir sem vinnur hér leiksigur.”
DK. Hugrás.

 “Hún (Sigrún Edda Björnsdóttir) hefur sjaldan verið viðlíka kraftmikil og alltumlykjandi á sviðinu og meðleikarar hennar gera líka vel í að halda henni miðlægri og sterkri.”
MG. Fréttablaðið ★★★★

“Sigrún Edda er stórkostleg leikkona. Hún er þvílíkur reynslubolti á sviðinu að það klikkar ekkert.”
HA. Kastljós.

“Túlkun Atla Rafns Sigurðarsonar á Mikael er í einu orði sagt stórkostleg.”
SBH. Morgunblaðið ★★★★1/2

“… hér fá vitsmunir hans (Atla Rafns Sigurðarssonar) að njóta sín og persónan, aumkunarverður en útsmoginn, þaninn dópisti sem virðir engin mörk, sogar til sín athygli eins og svampur.”
MK. Víðsjá

“Vala Kristín Eiríksdóttir stendur sig með ágætum í hlutverki kærustunnar Kristínar en það getur líka verið mikil list að láta lítið sem ekkert fyrir sér og persónu sinni fara.”
MG. Fréttablaðið ★★★★

“Edda Björg Eyjólfsdóttir sem Brúna, strætóbílstjóri, dóttir Lísu, sannar hér enn einu sinni hversu fjölhæf leikkona hún er.”
MK. Víðsjá

“Lýsing verksins er stórgóð, hún er verk Kjartans Þórissonar.”
DK. Hugrás.