Kok – Óperudagar

 • Nýja sviðið
 • Verð: 6.950 kr
 • Væntanleg

«ég var að leika mann
þess vegna brá þér
vegna þess að ég stóð allt í einu upp
alltíeinu
kveikti eld
þess vegna brá þér»

Kok – Óperudagar

«ég var að leika mann
þess vegna brá þér
vegna þess að ég stóð allt í einu upp
alltíeinu
kveikti eld
þess vegna brá þér»

Óperan KOK fjallar á óvenjulegan og beinskeyttan hátt um samband og sambandsleysi, ást og andúð, þrá og skeytingarleysi. Einn söngvari stendur á sviðinu ásamt tveimur hljóðfæraleikurum. Leikmyndin, sem einnig er búningur, samanstendur af einum stórum, hvítum kjól sem flytjendurnir klæðast saman. Kjóllinn verður eins konar framlenging á flytjendunum og hreyfingum þeirra. Í óperunni KOK er unnið markvisst með hið sjónræna, bæði sviðshreyfingar og myndbandsvörpun, þannig er sviðið fullnýtt, öll dýpt þess og allar víddir. Einnig eru möguleikar hljóðfæranna sem hljóðgjafar í víðasta skilningi notaðir svo mörk leikhljóða, hljóðmyndar og eiginlegrar tónlistar verða óljós. Allir þessir listrænu þættir undirstrika efnivið verksins, sem er í senn, grjóthörð og silkimjúk mennska.

KOK er 60 mínútna langt sviðsverk þar sem tónlist, leiklist og vídeólist mætast. Óperan er skrifuð fyrir sópran, fiðlu og hörpu. Textinn, sem er fenginn úr samnefndri ljóðabók Kristínar Eiríksdóttur, er knappur og flæðandi, hrein dásemd fyrir unnendur ljóða.

Samstarf við leikhópinn Svartur jakki
Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Óperudagar í Reykjavík verða haldnir 21.-31. október 2020 

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Kristín Eiríksdóttir

 • Leikstjórn

  Kolfinna Nikulásdóttir

 • Leikmynd og búningar

  Eleni Podora

 • Lýsing

  Pálmi Jónsson

 • Tónlist

  Þórunn Gréta Sigurðardóttir

 • Myndbandshönnun

  Sigurður Möller Sívertsen

 • Hljóð

  Garðar Borgþórsson

 • Flytjendur

  Hanna Dóra Sturludóttir, sópran
  Katie Buckley, harpa
  Una Sveinbjarnardóttir, fiðla

 • Framleiðandi

  Ragnheiður Maísól Sturludóttir


Corpo Surreal – Óperudagar

Corpo Surreal er sviðsverk um ferðalag fólks úr böndum menningar og líkamlegra hafta yfir í algjört frelsi. Í ljóðrænum draumheimi birtast yfirnáttúrulegar brúður sem endurspegla margvíslegar líkamsbreytingar sem hægt er að ná fram með skurðaðgerðum. Markmiðið er persónulegt frelsi, þar sem fólk getur breytt sér og sýnt á sér ólíkar hliðar til þess að öðlast sérstöðu. 

Nánar

Níu líf

Bubbi Mortens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. 

Nánar