Lína Langsokkur


Lengd
2 klst og 15 mín með hléi    
Svið
Stóra svið    
Tegund
Fjölskyldusýning    
Verð
4.750 kr    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Myndir úr sýningunni

Vinsamlegast athugið að greiða þarf fyrir öll börn sem koma að sjá sýninguna.

Lína langsokkur, Herra Níels api og hesturinn eru aftur mætt til leiks ásamt vinum sínum Tomma og Önnu. Leiðindaskarfurinn frú Prússólín er staðráðin í að koma Línu fyrir á vandræðaheimili þannig að Lína þarf að hafa sig alla við vilji hún búa áfram á Sjónarhóli. Lína langsokkur er hjartahlýr og réttsýnn prakkari sem allar kynslóðir barna verða að kynnast. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína í þessu bráðfyndna og skemmtilega leikriti sem sýnir okkur að við eigum alltaf að vera við sjálf og ekkert annað.

Astrid Lindgren höfundur Línu langsokks er einn ástsælasti barnabókahöfundur allra tíma. Hún fæddist 14. nóvember 1907 í Smálöndum í Svíþjóð og lést í Stokkhólmi 28. janúar 2002, 94 ára að aldri. Hún skrifaði samtals 40 barnabækur og fjölda myndabóka.


Úr gagnrýni

„Uppfærsla Borgarleikhússins á ævintýrum Línu langsokks er allt í senn lífleg, fjörug og mikilvæg. Það er löngu tímabært að ný kynslóð fái að kynnast þessari einkennilegu ofurkonu betur.”  VG – DV

„Bráðskemmtileg sýning”  SJ – Fbl