Mávurinn


Lengd
Rúmar 3 klukkustundir    
Svið
Stóra svið    
Verð
5.950 kr.    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Myndir úr sýningunni

Mávurinn er eitt stórbrotnasta leikrit rússneska leikskáldsins Antons Tsjékhovs. Það er eitt besta leikrit allra tíma, gamansamt og alvarlegt í senn.

Mávurinn fjallar um lífið sjálft, en þó einkum um líf í listum, ástir og ástleysi. Símon elskar Maríu, María elskar Konna, sem elskar Nínu, sem elskar rithöfundinn sem elskar bara sjálfan sig. Vonlausir listamenn, virtir eða misheppnaðir, reyndir eða barnalegir, í upphafi ferils eða við endalok hans. Nístandi gamanleikur um spurninguna eilífu: Hvernig eigum við að lifa? Ógleymanleg, ljúfsár mynd af manneskjunni. Eins og alltaf þrá allir hið ómögulega, þrá breytingar fyrir tilstilli listarinnar eða ástarinnar.

Anton Pavlovitsj Tsjékhov er eitt mikilvægasta leikskáld allra tíma. Leikrit hans hafa verið á fjölum leikhúsa um allan heim sleitulaust síðustu eitthundrað tuttugu og fimm ár. Leikritið var frumsýntt í Alexandra-leikhúsinu í Moskvu árið 1896. Þetta er í fyrsta sinn sem Mávurinn er sýndur á fjölum Borgarleikhússins. Verkið var áður sýnt í Iðnó árið 1971 og í Þjóðleikhúsinu fyrir næstum aldarfjórðungi. Leikstjóri er litháíska leikstýran Yana Ross sem vakið hefur mikla athygli bæði í heimalandi sínu og víða um heim ekki síst fyrir nýstárleg og kraftmikil tök á sígildum leikritum.

“Gamanleikrit, þrjú kvenhlutverk, sex karlhlutverk, fjórir þættir, landslag (með útsýni út á stöðuvatn), mikið rætt um bókmenntir, fátt gerist, slatti af ást.”


Úr gagnrýni

„Áhrifamikil sýning, fyndin og ögrandi" DK - Hugras.is

„Rosalega fjörug fyndin og skemmtileg og löng og leiðinleg í dásamlegri blöndu – eins og gott helgardjamm. Eða bara lífið sjálft." SA - tmm.is

„Þetta er nútímaleikrit og dúndursýning" SA - tmm.is

„Mikið varð þetta fólk allt trúverðugt og dásamlegt og  hryllilegt!" ÞT -  Morgunblaðið    4.5 Stars

„Galdurinn - það sem gerir þessa brjáluðu sýningu og djörfu tilraun að svona vel heppnuðu leikhúskvöldi - er ósýnilegur í loftinu milli leikaranna á sviðinu og milli orðanna sem dr.Tsjékhov setti á blað"  ÞT -  Morgunblaðið   4.5 Stars

„Stórbrotin sýning" SJ - Fbl   ★ ★ ★ ★

„Samleikur hópsins er gríðargóður"  SJ - Fbl  ★ ★ ★ ★

„Sviðsetning Yönu Ross er ferskur andvari inn í leikárið"  SJ - Fbl  ★ ★ ★ ★

„Mávurinn ber af, mun seint gleymast"  SJ - Fbl  ★ ★ ★ ★

„Þetta var sprengikvöld"  HA - Kastljós

„Sýningin fylgir manni lengi á eftir"   HA - Kastljós

„Mæli sérstaklega með þessu fyrir unga áhorfendur og náttúrulega alla."   HA - Kastljós

„Mávurinn er grimmilega fyndin sýning, gneistar af uppátækjum og ástríðu" BL - DV

„Ein sú eftirminnilegasta sýning í vetur"