Borgarleikhúsið

Með gat á hjartanu í laginu eins og Guð

  • Nýja sviðið
  • Verð: Ókeypis
  • Sýningum lokið
  • Sýningum á Með gat á hjartanu í laginu eins og Guð er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa kort

Nýtt íslenskt heimildarverk eftir Jón Atla Jónasson sem er samstarfsverkefni Útvarpsleikhússins og Borgarleikhússins. Tekið upp 23. október kl. 20 á Nýja sviði Borgarleikhússins.

Með gat á hjartanu í laginu eins og Guð

Nýtt íslenskt heimildarverk eftir Jón Atla Jónasson verður tekið upp fyrir hljóðvarp þriðjudaginn 23. október kl. 20 á Nýja sviði Borgarleikhússins. Þetta er samstarfsverkefni Útvarpsleikhússins og Borgarleikhússins.

Árið 2014 gaf Rannsóknarnefnd á vegum Kaþólsku kirkjunnar út rannsóknarskýrslu sem varpaði ljósi á eitt stærsta leyndarmál Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Þar sögðu sumir viðmælendur frá alvarlegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hálfu starfsfólks kirkjunnar. 

Með gat á hjartanu í laginu eins og Guð er byggt á samtölum við fyrrum nemendur Landkotsskóla og skýrslu um viðbrögð ásakana um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot vígðra þjóna og annars starfsfólks Kaþólsku kirkjunnar.

Um er að ræða heimildarverk um óhugnanlega atburði sem áttu sér stað í Landakotsskóla á árunum 1962 til 1998. Hvað var að gerast innan veggja eins virtasta einkaskóla landsins? Hvers vegna var skólahaldið og rekstur sumarbúðanna að Riftúni aldrei rannsakað? Var ekkert eftirlit með þessum stofnunum? Hverjar eru frásagnir nemenda? Af hverju þögðu þau?  

Jón Atli Jónasson, eitt helsta leikskáld Íslendinga, tekur að sér það vandasama verk að kafa inn í myrkviði ofbeldis og misnotkunar til að leita svara, í mögnuðu verki um kerfisbundið ofbeldi, þöggun og skömm. 

Útvarpsleikritið verður flutt í heild sinni og tekið upp fyrir Útvarpsleikhúsið á Nýja sviði Borgarleikhússins þriðjudaginn 23. október kl. 20:00.  Eftir að upptökum lýkur verða umræður um innihald verksins og málin sem þar er fjallað um. Þær verða einnig teknar upp og hugsanlega útvarpað um leið og útvarpsleikritið sem áætlað er að verði í kring um næstu áramót.

Viðburðurinn og umræðurnar eru öllum opnar og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að bóka miða á borgarleikhus.is eða hjá miðasölu Borgarleikhússins í síma 568-8000.