#metoo


Frumsýning
10. desember    
Svið
Stóra svið    
Verð
Ókeypis    

 

#metoo baráttan hefur farið sem bylgja um heim allan í kjölfar þess að leikkonur í Bandaríkjunum stigu fram og sökuðu framleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi. En óviðeigandi hegðun, áreitni og ofbeldi virðast ekki láta neina starfsstétt ósnortna.

Sunnudaginn 10. desember klukkan 16:00, á alþjóðadegi mannréttinda, mun fjölbreyttur hópur íslenskra kvenna koma saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og lesa frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo barátunni hér á landi. Konurnar og frásagnirnar sem þær lesa eru úr röðum sviðslistakvenna, tónlistarkvenna, stjórnmálakvenna, fjölmiðlakvenna, íþróttakvenna, kvikmyndagerðarkvenna og svo mætti lengi telja.

Á sama tíma verða viðburðir með svipuðu sniði haldnir á Ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði. 

Hægt er að finna frekari upplýsingar um viðburðinn hér.