Óður og Flexa halda afmæli


Svið
Nýja sviðið    
Verð
2500    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér


Vinsamlegast athugið að greiða þarf fyrir öll börn sem koma að sjá sýninguna.

Töfrar, áhætta, grín og glens!

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir nýtt íslenskt barnaverk sem hvorki börn né fullorðnir mega missa af. Óvæntir hlutir gerast þegar ofurhetjur halda afmæli og litríkir gestir mæta til leiks.

Bráðfyndið og skemmtilegt dansverk eftir Hannes Þór Egilsson og grímuverðlaunahafann Þyri Huld Árnadóttur í leikstjórn Péturs Ármannssonar.

Hér halda danshöfundarnir áfram að vinna með þessa bráðskemmtilegu karaktera sem þau kynntu fyrst til leiks á barnaleikhúshátíðinni Assitej 2014 við mikinn fögnuð áhorfenda.