Og himinninn kristallastBorgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér


Sigga Soffía er rísandi stjarna í dansheiminum í dag. Hún vakti mikla athygli 2013 þegar hún hannaði flugeldasýningu menningarnætur undir heitinu Eldar og kynnti sýninguna sem dansverk fyrir flugelda. Eldar var upphafið á flugeldaþríleik hennar en árið á eftir fylgdi verkiðTöfrar sem var flutt við undirspil strengjahljómsveitar og 32 kirkjuklukkna víða um landið.Stjörnubrim sem sýnt var á menningarnótt 2015 var svo upphafið á lokahluta flugeldaþríleiks Siggu Soffíu sem lýkur endanlega með Kafla 2: og himinninn kristallast.

Í Kafla 2: og himinninn kristallast mun Sigga Soffía, ásamt dönsurum Íslenska dansflokksins, endurskapa flugeldasýninguna í dansi á Stóra sviði Borgarleikhússins. Þar hugleiðir Sigga Soffía sameiginlega eiginleika flugelda og dansara og þau hughrif sem fólk verður fyrir þegar það upplifir fegurð þeirra frá fyrstu hendi. Út frá kenningum Forn-Grikkja um lögmál líkt og gullinsniðið veltur hún fyrir sér spurningunum: Hvað er fegurð? og af hverju heillumst við af því sem telst fagurt?

Við gerð síðustu þriggja flugeldasýninga á menningarnóttum Reykjavíkur var áhorfendum sýnt að sömu reglur gilda um uppbyggingu á dansverki og flugeldasýningu. Nú geta áhorfendur séð það með eigin augum þegar sama verkið, unnið út frá sömu formúlunum, verður flutt af dönsurum Íslenska dansflokksins með aðstoð stórfenglegra ljósa, glæsilegra búninga og sviðsflugelda.

Danshöfundur: Sigga Soffía Níelsdóttir í samvinnu við dansarana
Tónlist: Jóhann Jóhannsson o.fl.
Ljós: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningar: Hildur Yeoman
Sviðsmynd: Helgi Már Kristinsson
Dramtúrg: Alexander Roberts
Dansarar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbet, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þyri Huld Árnadóttir