Perlurnar hennar Siggu Eyþórs - heiðurssýning


Frumsýning
25. maí 2017    
Svið
Stóra svið    
Verð
3.600 kr.-    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Perlurnar hennar Siggu Eyþórs er heiðursýning leikhópsins Perlunnar á stóra sviði Borgarleikhússins. Með sýningunni er heiðrað það ævistarf sem Sigríður Eyþórsdóttir, stofnandi og leikstjóri Perlunnar, átti með hópnum.  Bergljót Arnalds hefur tekið við leikstjórn hópsins og hefur starfað með þeim í vetur. Verkin sem verða sýnd eru meðal annars Barn eftir Stein Steinar og ævintýrið Ljónið og músin auk annarra leikverka. Kynnir á heiðurssýningunni er söngvarinn og perluvinurinn Páll Óskar Hjálmtýsson og mun hann taka lagið á milli atriða af sinni alkunnu snilld.