Ræman


Frumsýning
11. Jan 2017    
Lengd
2 klst og 20 mín    
Svið
Nýja sviðið    
Tegund
Nútímaverk    
Verð
5950    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Myndir úr sýningunni

Þrír starfsmenn í gömlu „költ“-bíói sópa gólfin, selja miða og sjá um að kveikja á kvikmyndavélinni fyrir sýningar. Launin eru lág, andrúmsloftið rafmagnað og samskiptin á milli þeirra endurspegla kaldranalegan veruleika. En hvert og eitt ala þau með sér draum um betra líf og oft getur raunveruleikinn skákað heimi kvikmyndanna all hressilega.

Ræman er einstaklega vel skrifað og hjartnæmt leikrit eftir ungt bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og í Evrópu. Höfundurinn, hin 34 ára Annie Baker, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaun fyrir besta leikritið árið 2014. 


Úr gagnrýni;

„Ræman er fyrsta leikstjórnarverkefni Dóru Jóhannsdóttur hjá Borgarleikhúsinu og hún leysir það afar vel af hendi." SBH. Mbl

„Hjörtur Jóhann var frábær í hlutverki Sigga"  SBH. Mbl

„Óborganlegt var að sjá hana (Kristínu Þóru) dansa í trylltri tilraun til að koma Andrési til við sig" SBH. Mbl

„Hann (Davíð Þór) hefur góða sviðsnærveru og tókst afskaplega vel að fanga feimni og óöryggi persónu sinnar" SBH. Mbl

„Eftirminnileg sýning þar sem góður leikur fær að njóta sín." SJ. Fréttablaðið

„Davíð Þór Katrínarson þreytir hér frumraun sína í íslensku leik- húsi í hlutverki hins hlédræga og taugatrekkta Andrésar sem er með kvikmyndir á heilanum. Þvílíkur fundur fyrir Borgarleikhúsið." SJ. Fréttablaðið

„Eitt það markverðasta við sýninguna er mót- leikurinn, hvernig leikararnir hlusta hver á annan og bregðast síðan við með tilsvari eða jafnvel líkam- legum viðbrögðum." SJ. Fréttablaðið 

„Afskaplega vel leikin og smellin sýning" SJ. Fréttablaðið

„Hrikalega fyndið verk" SB. Kastljós 

„Kristín var alveg frábær" SB. Kastljós 

„Samleikur þeirra allra mjög flottur" HA. Kastljós 

„Virkilega skemmtilegt og mjög vel leikin" SB. Kastljós 

„ (Davíð) er alveg frábær" SB. Kastljós