Rhythm of Poison

 • Nýja sviðið
 • 1 klst., ekkert hlé
 • Verð: 4.900 kr.

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir glænýtt verk eftir hina margverlaunaðu Elinu Pirinen, frá Finnlandi. Rhythm of Poison er samið í samstarfi við Íslenska dansflokkinn, tónskáldið Ville Kabrell, dramatúrginn Heide Väätänen og sviðslistamanninn Valdimar Jóhannsson.

Rhythm of Poison

Rhythm of Poison er fjörug og hrífandi tjáningarveisla þar sem iðkaður er dulvitundardans og dýrðlegur söngur í dásamlegri veröld dómsdagstónlistar- og mynda. Það er löngun danshöfundarins Pirinen að vinna náið með ímyndunaraflið, kynhvöt, villileika og nánd.

Rhythm of Poison tælir áhorfendur til þess að drukkna í eigin hugsunum og verða vitni af ómengaðri gleði, framför, afturför, rómantík, hugrekki örvæntinga og fegurð þráhyggjunnar.

Verkið verður frumsýnt 28. febrúar á Nýja sviði Borgarleikhússins.

Vinsamlegast athugið að MIÐAFJÖLDI ER TAKMARKAÐUR.

Listrænir stjórnendur

 • Danshöfundur

  Elina Pirinen
 • Tónlist

  Ville Kabrell
 • Dramatúrg

  Heidi Väätänen
 • Ljósahönnuður

  Valdimar Jóhannsson
 • Dansarar

  Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir
  Félix Urbina Alejandre
  Halla Þórðardóttir
  Saga Sigurðardóttir
  Shota Inoue
  Sigurður Andrean Sigurgeirsson
  Una Björg Bjarnadóttir

Skattsvik Development Group

Hver er þessi maður sem neitar að stíga til hliðar? Sem telur sig svo nauðsynlegan samfélaginu að ekkert má steypa honum af stalli hans? Nánar

Vanja frændi

Prófessor nokkur kemur á sveitasetur látinnar eiginkonu sinnar með seinni konu sína, hina ungu og ómótstæðilegu Jelenu.

Nánar