Fjörið heldur áfram fyrir fullu húsi á Stóra sviðinu - fyrir þau sem eiga eftir að prófa í fyrsta skipti og líka fyrir þau sem vilja fá það aftur. Í þessum sígilda tímamótasöngleik leitar kærustuparið, Brad og Janet, ásjár í gömlum kastala í aftakaveðri eftir að springur á bílnum hjá þeim.

Rocky Horror

Besta partýið hættir aldrei

Fjörið heldur áfram fyrir fullu húsi á Stóra sviðinu - fyrir þau sem eiga eftir að prófa í fyrsta skipti og líka fyrir þau sem vilja fá það aftur. Í þessum sígilda tímamótasöngleik leitar kærustuparið, Brad og Janet, ásjár í gömlum kastala í aftakaveðri eftir að springur á bílnum hjá þeim. Þar hitta þau fyrir klæðskiptinginn og vísindamanninn Frank-N-Furter og teymi hans sem er skipað skrautlegum persónum, m.a. nýjasta sköpunarverkinu– vöðvatröllinu Rocky. Unga parið glatar sakleysi sínu smátt og smátt enda freistingarnar margar og endirinn kemur alltaf jafn skemmtilega á óvart.

Rocky Horror er fyrir löngu orðinn klassískur söngleikur. Hann var frumsýndur í Royal Court leikhúsinu í London árið 1973 og hefur síðan farið sigurför um heiminn, ekki síst á hvíta tjaldinu og mörg laganna hafa öðlast sjálfstætt líf. Þótt gleðin sé í fyrirúmi fjallar Rocky Horror Show líka um mikilvægt málefni: Réttinn til að vera sá sem maður er, með öllum sínum sérkennum og á því sérlega brýnt erindi á meðan valdamesta fólk heims ýtir undir og elur á ótta og hatri í garð jaðarhópa. 

Páll Óskar ft. Haraldur Ari og Þórunn Arna - Kynsnillingur

Hoppaðu upp í

 • /skin/v1/pub/i/staff-fallback.jpg
 • /media/rocky-horror/20180308-_dsc3483.jpg
 • /skin/v1/pub/i/staff-fallback.jpg
 • /skin/v1/pub/i/staff-fallback.jpg
 • /media/rocky-horror/20160108-_dsc9995.jpg
 • /media/rocky-horror/20180307-_dsc4724.jpg
 • /skin/v1/pub/i/staff-fallback.jpg

Gagnrýni

Páll Óskar er stjarna, á því er enginn efi. Hann nýtur sín í hlutverki Frank og ber með sér blæ af Lizu Minelli, í dragútgáfu þó, það er mikið hrós í hans sokkabandabelti.

SJ. Fréttablaðið

Maður dáist að fagmennsku og leikgleði, sem er aðalsmerki þessarar sýningar. Enginn brotinn hlekkur.

BS. DV.

Að sjá Valdimar Guðmundsson þarna á sviði sem Eddy er miðans virði. Hann er lang flottastur.

BS. Kastljós, RÚV.

 

Leikarar

 • Arnar Dan Kristjánsson
 • Björn Stefánsson
 • Brynhildur Guðjónsdóttir
 • Halldór Gylfason
 • Haraldur Ari Stefánsson
 • Katla Margrét Þorgeirsdóttir
 • Páll Óskar Hjálmtýsson
 • Þórunn Arna Kristjánsdóttir
 • Vala Kristín Eiríksdóttir
 • Valdimar Guðmundsson

Það eru djörf atriði í sýningunni. Börn eru á ábyrgð forráðamanna.

Elly

Elly heldur áfram að heilla landsmenn og snýr aftur í takmarkaðan tíma ásamt hljómsveit. Enn gefst tækifæri til að hrífast með söng og sögu þessarar einstöku söngkonu sem heillaði karlmenn en gerði konur afbrýðisamar auk þess að ganga þrisvar í hjónaband, drekka snákablóð og smygla forboðnum apa til Íslands.

Nánar

Fólk, staðir og hlutir

Búðu þig undir að verða kippt með í ferðalag þar sem engin leið er að átta sig á hvað er satt og hvað logið. Þessi magnaða sýning hlaut frábæra dóma á síðasta leikári og snýr nú aftur á Litla sviðið í takmarkaðan tíma.

Nánar