Sending


Frumsýning
10. sept    
Lengd
2 Klst    
Svið
Nýja sviðið    
Tegund
Nútímaverk    
Verð
5950 kr    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Myndir úr sýningunni

Árið er 1982. Sjómannadagurinn er framundan. Það er barist í Palestínu og Bubbi Morthens túrar með Egó um landið til þess að kynna nýjustu plötu sveitarinnar: Breyttir tímar. Ungur drengur hefur verið sendur í fóstur til barnlausra hjóna vestur á fjörðum. Konan tekur drengnum opnum örmum en tilfinningar mannsins eru flóknari og ekki líður á löngu þar til líf hjónanna umturnast. Veruleiki drengsins og hjónaleysanna virðist á einhvern undarlegan hátt hanga saman. Hver er þessi drengur og til hvers er hann kominn? Leikritið er leikur með tíma og rými, og gerir bjargarleysi og útskúfun að meginviðfangsefni sínu.

Bjarni Jónsson hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. Grímuverðlaunin, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin auk þess sem hann hefur verið tilnefndur í tvígang til Norrænu leikskáldaverðlaunanna. 


Úr gagnrýni 

„Listilega vel skrifað" DK. Hugras


„Feykilega vel skrifað" HA - Kastljós


Mjög sálfræðilega úthugsað hjá höfundinum  -   HA - Kastljós 


Þegar best lætur verður þetta eins og martröð   HA - Kastljós  


Sjaldan séð Hilmar Guðjónsson gera flottari hluti á leiksviði  HA - Kastljós 


Rammíslensk sýning sem er gerð af mikilli kunnáttusemi - BS - Kastjós 


Mjög faglegt í alla staði - HA - Kastljós 


„Árni Arnarson sýndi stjörnuleik þrátt fyrir ungan aldur og kom vel á framfæri erfiðri stöðu barns í þessum aðstæðum." GB - Víðsjá.

„Persónurnar voru marghliða, söguþráðurinn gekk vel upp og rými sviðsins var nýtt til hins ýtrasta."  GB - Víðsjá