Skúmaskot


Frumsýning
Janúar 2018    
Lengd
2 klst.    
Hlé
Eitt hlé    
Svið
Litla svið    
Tegund
Barnasýning    
Verð
4.950 kr.    

 

Myndir úr sýningunni

Þessi furðulegi dagur byrjar á beljubúningi og dósaslysi í lífrænni baunabúð en endar á lífshættu í iðrum jarðar.

Eftir örlagaríkt rifrildi við Völu stóru systur ákveður Rúna að elta dularfullt skilti sem lofar friði frá óþolandi ættingjum og lífi eftir eigin höfði. Fyrr en varir er hún búin að líma á sig yfirskegg og komin inn í skröltandi lyftu ásamt ókunnugri konu – niðri í Skúmaskotum bíður systranna ævintýri og þar er ekki allt sem sýnist.

Rúna verður viðskila við Völu og nú þarf hún að standa sig ein og óstudd í ógnvænlegum undirheimum þar sem undarleg dýr og hættuleg skúmaskot leynast við hvert fótmál.

Skúmaskot er spennandi og bráðfyndið leikrit fyrir krakka frá 8 ára aldri.

Salka Guðmundsdóttir er eitt öflugasta og athyglisverðasta leikskáld okkar af yngri kynslóð. Hún var leikskáld Borgarleikhússins á síðasta leikári og skrifaði Skúmaskot sérstaklega fyrir húsið.Við erum öll strax farin að hlæja, jafnvel þótt við séum sum ekki einu sinni orðin átta ára og höfum aldrei farið í leikhús áður.
BS. DV. ★★★★
Skúmaskot felur í sér prýðilega leikhússtund þar sem áhorfendum býðst að láta hræða sig smá og jafnframt kæta.
SBH. Morgunblaðið. ★★★1/2
Texti Sölku Guðmundsdóttur er bráðskemmtilegur.
DK. Hugrás.
Í bestu senum sýningarinnar þá smellur allt saman: texti Sölku, frammistaða leikhópsins og leikstjórnin.
SJ. Fréttablaðið. ★★★