SÓLÓ undankeppni Stora Dalsansen

  • Verð: 2.200 kr
  • Frumsýnt 20. október
  • Væntanleg

SÓLÓ er undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklingskeppnina í klassískum listdansi sem haldin verður í Falun í Sviþjóð næsta vor. 

SÓLÓ undankeppni Stora Dalsansen

SÓLÓ er undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklingskeppnina í klassískum listdansi sem haldin verður í Falun í Sviþjóð næsta vor. Undankeppnin er mikil lyftistöng fyrir klassíska listdansinn hérlendis og er hún mikilvægur vettvangur fyrir íslenska listdansnema til þess að spreyta sig á krefjandi sólóhlutverkum klassískra ballettverka. Með keppninni vill Félag íslenskra listdansara skora á íslenska listdansnema og ýta undir áhuga á klassískum ballett. Þátttökurétt í undankeppnina hafa listdansnemar í listdansskólum innan Félags íslenskra listdansara. Gera má ráð fyrir spennandi og skemmtilegri keppni þar sem töfraljómi klassískra ballettverka fær að njóta sín

Allir velkomnir, góða skemmtun!

ÞEL

ÞEL er lífvera og líkami hóps. Hóps sem fléttast saman, hlustar og leitar að samstöðu í gegnum endurteknar umfaðmandi athafnir í hreyfingum og söng og skapa þannig samhug og nánd sín á milli.

Nánar

Níu líf

Bubbi Mortens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum: Stjarnan sem rís úr slorinu; fyrst sem málsvari verkalýðsins, svo alþýðusöngvari þjóðarinnar, þá atómpönkari og gúanórokkari sem breytist í ballöðu-poppara sem syngur með stórsveitum. 

Nánar