Borgarleikhúsið

Sönglist -& Sumarnámskeið 2019

Sumarnámskeið eru haldin á vegum skólans frá miðjum júní og fram í júlí.
Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8-13 ára og er aldursskipt í hópana. 

Sönglist -& Sumarnámskeið 2019

Sumarnámskeið eru haldin á vegum skólans frá miðjum júní og fram í júlí.
Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8-13 ára og er aldursskipt í hópana.

Athugið að yngstu þátttakendurnir þurfta að hafa lokið 2. bekk í grunnskóla - þ.e. fædd árið 2011

Hvert námskeið stendur yfir í fimm daga og er leiksýning fyrir aðstandendur og vini á lokadegi hvers námskeiðs.

Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði í einbeitingu, trausti, raddbeitingu og leikgleði.
Unnið er markvisst að því að virkja sköpunarkraft nemenda og að efla sjálfstraust þeirra. Nemendur syngja og dansa en megin áherslan er á leiklist.
Opið hús verður fyrir foreldra og aðstandendur hvern föstudag kl. 15:00 þar sem börnin sýna afrakstur námskeiðsins.

Kennslan fer fram í Borgarleikhúsinu og að venju munu einungis fagmenntaðir kennarar sjá um kennslu. Hvert námskeið er í fimm daga og er unnið frá kl. 10:00–16:00.
Nemendur skulu hafa með sér tvöfalt nesti - Hádegis og eftirmiðdags hressingu.
Hægt er að fá gæslu frá kl. 9:00 sem kostar 2.500 kr. fyrir vikuna.

Námskeiðstímabil sumarið 2019

11.-14. júní *
18.-21. júní *
24.-28. júní
1.-5. júlí
8.-12. júlí

Skráning og verð

Skráning á námskeiðin fer fram eftir 1. apríl í miðasölu Borgarleikhússins í síma 568-8000 eða í síma 568-5500 (eftir að starfsfólk miðasölu fer í sumarfrí seinnipartinn í júní).
Takmarkaður fjöldi nemenda er á hvert námskeið.
Þátttökugjald er 46.000 kr. (* kr. 40.000)og ganga þarf frá greiðslu við skráningu. Tekið er við debet- og kreditkortum og hægt er að greiða í gegnum síma.