Borgarleikhúsið

Þétting hryggðar

 • Litla sviðið
 • 2 klst. og 20 mín., eitt hlé
 • Verð: 6.950 kr.
 • Sýningum lokið
 • Sýningum á Þétting hryggðar er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
 • Kaupa miða Panta mat

Þétting hryggðar

„Það hjólar enginn svona vegalengd í norðanátt og skafrenningi nema hann sé geðbilaður.“


„Við erum öll einbýlishús, jólaskrautið uppi og öll ljós kveikt, óhreinir diskar í vaskinum og allt í volli.“ Nútímakona úr Hlíðunum, arkitekt úr Vesturbænum, unglingur úr Breiðholti og iðnaðarmaður úr Grafarvogi – Fjórir Reykvíkingar eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin. Þar liggur vandinn.


Þétting hryggðar er ferskt og meinfyndið verk eftir uppistandarann, rithöfundinn, víninnflytjandann og áhugaboxarann Halldór Laxness Halldórsson – Dóra DNA.

Gagnrýni

„Ég hef ekki lengi, kannski aldrei, heyrt salinn hlæja jafn rosalega“

DK. hugras.is

„Vala Kristín Eiríksdóttir er hreint út sagt algjörlega frábær í hlutverki hinnar yfirborðskenndu Þórunnar.“

Sigríður Jónsdóttir. Frbl.

„Senurnar þar sem persónur opinbera lífsskoðanir sínar og fordóma eru sprenghlægilegar. Una nær frábærri frammistöðu frá leikurum sínum.“

Snæbjörn Brynjarsson. Rúv.


Stikla | Þétting hryggðar Máni - Þétting hryggðar Tóta - Þétting hryggðar Einar - Þétting hryggðar Írena - Þétting hryggðar

Leikarar

 • Jörundur Ragnarsson
 • Rakel Ýr Stefánsdóttir
 • Sveinn Olafur GunnarssonSveinn Ólafur Gunnarsson
 • Vala Kristín EiríksdóttirVala Kristín Eiríksdóttir

Listrænir stjórnendur

 • Höfundur

  Halldór Laxness Halldórsson
 • Leikstjórn

  Una Þorleifsdóttir
 • Tónlist og hljóð

  Garðar Borgþórsson
 • Leikmynd og búningar

  Eva Signý Berger
 • Lýsing

  Kjartan Þórisson
 • Leikgervi

  Guðbjörg Ívarsdóttir
 • Sviðshöfundur

  Jóhann Kristófer Stefánsson