Borgarleikhúsið

Tví­skinnungur

  • Litla sviðið
  • 1 klst. og 30 mín., ekkert hlé
  • Verð: 6.550 kr.
  • Sýningum lokið
  • Sýningum á Tví­skinnungur er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa kort

Iron Man og Svarta ekkjan hittast í partýi; eru þau óvinir eða elskendur, eru þau ókunnug eða hafa þau þekkst í þúsund ár?

Tví­skinnungur

Ást er einvígi

Tvískinnungur er fyrsta leikrit Jóns Magnúsar Arnarssonar og byggir skuggalega á lífi hans og reynslu þegar ábyrgðarleysi og almennt sinnuleysi réðu ferðinni.

Ofurhetjurnar Iron Man og Svarta ekkjan hittast í partýi; og ekki er augljóst hvort þar mætast óvinir eða elskendur. Tvískinnungur er einvígi tveggja. Þau stíga inn í hringinn vopnuð tungumáli sem særir og tælir. Haltu mér, slepptu mér...  Rím, slangur, ný orð. Spenna, fiðringur og fegurð… Undir hálfrímuðum texta ljóðaslammsins kraumar ólgandi undiralda, tilfinninga og þráhyggju og djúp og einlæg tjáningarþrá.  Það liggur allt undir í leit að sannleikanum áður en hann hverfur í grámóskuna.

Töfrar Litla sviðs Borgarleikhússins eru nýttir til hins ýtrasta í leikmynd, búningum, vídjói og lýsingu og ekki síst í leik sem liðast upp undir rjáfur leiksviðsins og það reynir hressilega á leikarana ungu, Þuríði Blævi Jóhannsdóttur og Harald Ara Stefánsson, bæði líkamlega og andlega.

  • https://www.borgarleikhus.is/media/tviskinnungur/20181102-_dsc9278.jpg
  • https://www.borgarleikhus.is/media/tviskinnungur/20181101-_dsc8157-2.jpg
  • https://www.borgarleikhus.is/media/tviskinnungur/20181102-_dsc8964.jpg
  • https://www.borgarleikhus.is/media/tviskinnungur/20181102-_dsc9047.jpg
  • https://www.borgarleikhus.is/media/tviskinnungur/20181101-_dsc8398.jpg
  • https://www.borgarleikhus.is/media/tviskinnungur/20181102-_dsc9392.jpg
  • https://www.borgarleikhus.is/media/tviskinnungur/20181102-_dsc9029.jpg
  • https://www.borgarleikhus.is/media/tviskinnungur/20181102-_dsc0087.jpg
  • https://www.borgarleikhus.is/media/tviskinnungur/20181102-_dsc0349.jpg
  • https://www.borgarleikhus.is/media/tviskinnungur/20181101-_dsc8131-2.jpg

Gagnrýni

Sviðsverund hennar (Þuríðar Blævar) er náttúruleg, afslöppuð og trúverðug, hvort sem hún tekst á við lágstemmda kómík eða tryllingslegt hádrama.

SJ. Fréttablaðið.

... nýr tónn sleginn í íslenskum leikhúsum.

MK. Víðsjá.

Það er óhætt að mæla með Tvískinnungi fyrir alla þá sem sem hafa verið á valdi ástarinnar og kunna að meta orðasnilld íslenskrar tungu.

ÍH. Mannlíf.


Leikarar

  • Haraldur Ari Stefánsson
  • Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Listrænir stjórnendur

  • Höfundur

    Jón Magnús Arnarsson
  • Leikstjórn

    Ólafur Egill Egilsson
  • Leikmynd og búningar

    Sigríður Sunna Reynisdóttir
  • Lýsing

    Þórður Orri Pétursson
  • Tónlist

    Young Nazareth
  • Leikgervi

    Margrét Benediktsdóttir
  • Hljóð

    Garðar Borgþórsson
  • Myndbandsvinnsla

    Elmar Þórarinsson