Uggla


Frumsýning
14. október    
Svið
Litla svið    
Tegund
Tónleikar    
Verð
3600    

Borgarleikhúsið opnar kl. 18:30 fyrir sýningar og er meðal annars boðið upp á tónlist, kokteila og smárétti á Leikhúsbarnum. Panta þarf mat með dags fyrirvara. Sjá nánar hér

Hljómsveitin Uggla tjaldar öllu til

Hljómsveitin Uggla gaf nýverið út EP plötuna Straum og ætlar af því tilefni að halda veglega útgáfutónleika í Litla sviði Borgarleikhússins 14. október klukkan 21.00

Straumur inniheldur fjögur lög sem öll hafa fengið spilun á öldum ljósvakans og komst lagið Hillerød til að mynda á topp 10 á vinsældalista Rásar 2.

Auk þessara fjögurra laga mun Uggla leika fjölmarga tilvonandi smelli úr smiðju hljómsveitarinnar.

Heidatrubador sér um upphitun og kynnir á tónleikunum verður Orri Þórðarson.

Ýmsir vinir sveitarinnar hafa aðstoðað við gerð plötunnar og verða með á tónleikunum.

Andrés Þór Gunnlaugsson mun leika á Pedal steel

Flóki Árnason mun leika á hljómborð

Andrés Björnsson, Finnbogi Óskarsson

Atli Týr Ægisson munu þenja lúðra.