Umbúðalaust - Ást og karókí

  • Frumsýnt 12. mars 2020
Hver er þessi maður sem neitar að stíga til hliðar? Sem telur sig svo nauðsynlegan samfélaginu að ekkert má steypa honum af stalli hans?

Umbúðalaust - Ást og karókí

Við þurfum að tala aðeins um ómissandi karlmenn

Hver er þessi maður sem neitar að stíga til hliðar? Sem telur sig svo nauðsynlegan samfélaginu að ekkert má steypa honum af stalli hans? Eins og hermaður ver hann sæti sitt þegar ásakanir berast á hendur honum og hann biðst ekki afsökunar þegar samfélagið reynir með samanteknum ráðum að kippa undan honum fótunum. Hver er hann?

Í sviðslistahópnum Ást og karókí eru fimm ungir ómissandi karlmenn sem munu skoða ofan í kjölinn þessa sérstöku tegund áhrifamanns í nýju sviðsverki. Þeir eru Adolf Smári Unnarsson, Birnir Jón Sigurðsson, Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Matthías Tryggvi Haraldsson og Stefán Ingvar Vigfússon.  

Umbúðalaust - Ertu hér?

Við spjölluðum alltaf á MSN áður en við fórum í kirkjuna. Líka áður en við fórum í skólann og eftir að við komum heim, fyrir mat og eftir mat. 

Nánar

Kæra Jelena

Hópur kraftmikilla og sjarmerandi nemenda kemur óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns með vín og gjafir undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið.

Nánar