Borgarleikhúsið

Ertu hér?

  • Verð: 3.000 kr.
  • Sýningum lokið
  • Sýningum á Ertu hér? er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.

Við spjölluðum alltaf á MSN áður en við fórum í kirkjuna. Líka áður en við fórum í skólann og eftir að við komum heim, fyrir mat og eftir mat. 

Ertu hér?

Umbúðalaust

„Við spjölluðum alltaf á MSN áður en við fórum í kirkjuna. Líka áður en við fórum í skólann og eftir að við komum heim, fyrir mat og eftir mat. Þetta voru tvö leynileg hliðarlíf, kirkjan og internetið. Þar héldum við fram hjá raunveruleikanum, fram hjá Austó og hinum krökkunum sem mættu á diskótekin. En hvað gerist þegar lífið byrjar og það fer að molna undan fyrirkomulaginu?“

Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir hafa verið bestu vinkonur frá því þær voru sex ára. Þær hafa verið til staðar hvor fyrir aðra - en þær hafa líka ekki verið til staðar. Ertu hér? hefur verið í bígerð í 25 ár og fjallar um að fullorðnast í gegnum vináttuna.

Dans- og hljóðverk um vináttu stelpna í lífsins ólgusjó.

Listrænir stjórnendur

  • Höfundar og þátttakendur

    Ásrún Magnúsdóttir

    Halla Þórlaug Óskarsdóttir