Umbúðalaust - Ertu hér?

  • Frumsýnt 21. maí 2020

Við spjölluðum alltaf á MSN áður en við fórum í kirkjuna. Líka áður en við fórum í skólann og eftir að við komum heim, fyrir mat og eftir mat. 

Umbúðalaust - Ertu hér?

Dans- og hljóðverk sem hefur verið í vinnslu í 25 ár

„Við spjölluðum alltaf á MSN áður en við fórum í kirkjuna. Líka áður en við fórum í skólann og eftir að við komum heim, fyrir mat og eftir mat. Þetta voru tvö leynileg hliðarlíf, kirkjan og Internetið. Þar héldum við framhjá raunveruleikanum, framhjá Austó og hinum krökkunum sem mættu á diskótekin.“ En hvað gerist þegar lífið byrjar og það fer að molna undan fyrirkomulaginu? Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir hafa verið bestu vinkonur frá því þær voru sex ára. Þær hafa verið til staðar hvor fyrir aðra - en þær hafa líka ekki verið það. Ertu hér hefur verið í bígerð í 25 ár og fjallar um það að fullorðnast í gegnum vináttuna. Höfundar: Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir

Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Jón Gnarr stígur á svið í Borgarleikhúsinu í janúar með nýja sýningu þar sem áhorfendum gefst tækifæri til að heyra sannar en lygilegar sögur frá hans ferli. Fáir segja sögur eins og hann og enn færri hafa frá jafn mörgu að segja. 

Nánar

Umbúðalaust - Ást og karókí

Hver er þessi maður sem neitar að stíga til hliðar? Sem telur sig svo nauðsynlegan samfélaginu að ekkert má steypa honum af stalli hans? Nánar