Veisla

 • Litla sviðið
 • Frumsýnt 17. apríl 2020
 • Væntanleg

Það er bara ekkert skemmtilegra en gott partý! Geggjuð stemmning, vinir í glasi, gjafir, bestu lögin spiluð hátt, gott slúður og grillaðar pylsur á miðnætti. En það er hægt að klúðra þessu. Kannski leigir maður of stóran sal eða velur of flókið þema. 

Veisla

Það verður að vera gaman!

Það er bara ekkert skemmtilegra en gott partý! Geggjuð stemmning, vinir í glasi, gjafir, bestu lögin spiluð hátt, gott slúður og grillaðar pylsur á miðnætti. En það er hægt að klúðra þessu. Kannski leigir maður of stóran sal eða velur of flókið þema. Gleymdist að fá leyfi frá nágrönnunum? Er Sigrún frænka ekki of taugaveikluð til að vera veislustjóri? Veislur eru mikilvægur hluti af lífinu. Hugsið ykkur bara öll afmælin sem við höfum farið í, árshátíðirnar, útskrifarveislurnar, brúðkaupin, matarboðin, allar brauðterturnar og kransakökurnar sem við höfum innbyrt með freyðivíni eða beljurauðvíni í plastglösum á fæti sem tollir illa.

Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir eru með fyndnustu grínurum landsins og hafa staðið fyrir uppistandi, spunaleikhúsi og hvers kyns leiklistargjörningum árum saman og m.a. verið höfundar Áramótaskaupsins. Hinn vinsæli Prins Pólo gerir tónlistina og Veisla verður því bragðgóð en görótt blanda af grínsketsum og tónlist sem svarar áleitnum spurningum á borð við hvort tartalettur séu góðar í alvörunni og hversu vel megi skemmta sér í erfidrykkjum.

#veislaiborgo 

Leikarar

 • /media/leikarar/halldor-gylfason.jpgHalldór Gylfason
 • /media/leikarar/katla-margret.jpgKatla Margrét Þorgeirsdóttir
 • Saga Garðarsdóttir
 • /media/leikarar/sigrun-edda.jpgSigrún Edda Björnsdóttir
 • Sigurður Þór Óskarsson

Listrænir stjórnendur

 • Höfundar

  Dóra Jóhannsdóttir & Saga Garðarsdóttir

 • Leikstjórn

  Dóra Jóhannsdóttir

 • Leikmynd & búningar

  Eva Signý Berger

 • Lýsing

  Björn Bergsteinn Guðmundsson
 • Tónlist

  Prins Póló

 • Leikgervi

  Guðbjörg Ívarsdóttir

 • Hljóð

  Þórður Gunnar Þorvaldsson

 • Myndband

  Elmar Þórarinsson


Oleanna

Ung námskona kemur í einkaviðtalstíma til háskólakennara sem á von á stöðuhækkun og er að kaupa sér hús. Það sem byrjar sem sjálfsögð hjálp við námið breytist hins vegar í miskunnarlausa orrahríð og ógnvænlega atburðarás sem kollvarpar valdajafnvæginu á milli þeirra – og lífinu sjálfu í leiðinni.

Nánar

Ég hleyp

Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. 

Nánar