Borgarleikhúsið

Vorsýning Listdansskóla Íslands

  • Stóra sviðið
  • 1 klst. og 30 mín.
  • Verð: 3.900 kr.
  • Frumsýning 15. apríl

Vorsýning Listdansskóla Íslands

Að þessu sinni ætlum við í ferðalag um listdanssöguna og munu nemendur skólans dansa atriði úr mörgum af frægustu verkum dansbókmenntanna. Elsta verkið var frumsýnt 1789 og það nýjasta á þessu ári. Verkin eru ýmist eftir upprunalegu danshöfundana, aðlögun kennara á upprunalegum verkum eða frumsamin af kennurum. Nútímadeildin hefur unnið með verk danshöfundanna Isadora Duncan, Merce Cunningham, Rui Horta og Alexander Ekman en auk brota úr verkum þeirra fáum við að sjá atriði úr ballettunum La Fille Mal Gardée, Giselle, Esmeralda, Paquita, Don Quixote, Coppelia, Svanavatnið, Scheherazade, Þyrnirós, Öskubuska og Who Cares? Semsagt heilt hlaðborð á einni sýningu og vonandi að allir finni eitthvað fyrir sinn smekk.

Sýningin tekur rúma 1,5 klst með einu hléi