Vorsýning Listdansskóla Íslands


Lengd
2 klst    
Svið
Stóra svið    
Verð
3500    

     

Að þessu sinni ber vorsýningu Listdansskóla Íslands uppá alþjóða dansdaginn 29. apríl og því tilvalið að skella sér öll saman á danssýningu.  

Efnisskráin er fjölbreytt að vanda, grunndeildarnemendur dansa við fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar allt frá endurreisnartímanum til vorra daga, allt atriði sem eru frumsamin af kennurum skólans.  Nútímadeildin sækir að þessu sinni í smiðju þriggja kvendanshöfunda og hefur Hildur Ólafsdóttir sett saman syrpu úr verkum þeirra.  Klassíska deildin ásamt nemendum 7. stigs dansar hluta úr hinu gullfallega verki Serenade undir stjórn Birgitte Heide og í lok sýningar fáum við svo hátíðarmars. 

Sýningarnar verða tvær, klukkan 12 og klukkan 15.  Sýningin tekur tæpa tvo klukkutíma með einu hléi.