Borgarleikhúsið

When the Bleeding Stops

  • Nýja sviðið
  • Verð: 3900
  • Sýningum lokið
  • Sýningum á When the Bleeding Stops er lokið. Við þökkum fyrir góðar viðtökur.
  • Kaupa miða Panta mat

When the Bleeding Stops

Undanfarin tvö ár hefur Lovísa Ósk Gunnarsdóttir verið heilluð af breytingaskeiðinu. Í verkinu sínu “When the Bleeding Stops” fjallar hún um þögnina og skömmina sem virðist einkenna þetta umfjöllunarefni í vestrænu samfélagi og persónulega reynslu sína af því að eldast sem dansari. Lovísa hefur undanfarið unnið með stórum hópi af mögnuðum, miðaldra konum víðs vegar að úr íslensku samfélagi. Áhorfendum er boðið inn í heim, fullan af næmni, skömm, samkennd og húmor. Verkið flytur okkur eitt augnablik inn á heimili kvennanna, kafar djúpt í hina marglaga reynslu og upplifun tengda breytingaskeiðinu og býður okkur að hlæja, gráta og fagna með þessum konum.

Um listamanninn

Lovísa hefur dansað síðan hún man eftir sér. Hún byrjaði að gera danssýningar heima í stofu þegar hún var fjögurra ára, dansaði í sextán ár fyrir Íslenska dansflokkinn, hefur ferðast og sýnt út um allan heim, tekið þátt í hverju sköpunarferlinu á eftir öðru og unnið með breiðum hópi af framúrskarandi listamönnum. Fyrir tveimur árum slasaðist Lovísa sem varð til þess að hún fór að skoða á nýjan hátt samband sitt við dansinn og líkamann. Síðan þá hefur Lovísa verið að rannsaka mismunandi leiðir til að tengjast líkamanum, hans djúpu visku, sögu og reynslu.

Þátttakendur: Arndís Guðmundsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Ingibjörg Reynisdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Ólöf Ingólfsdóttir, Ósk Ebeneserdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Soffía Karlsdóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Þórey Sigþórsdóttir og margar fleiri.