Borgarleikhúsið

Árni Þór Lárusson

Árni lauk leikaraprófi á háskólastigi frá LAMDA – London Academy of Music and Dramatic Art árið 2019. Hann hefur lokið námskeiðum hjá spunahópnum Improv Ísland og hefur margoft komið fram sem söngvari, þ.á.m með Ragga Bjarna. Fyrsta hlutverk hans í Borgarleikhúsinu var Gosi árið 2020 og um þessar mundir fer Árni með nokkur hlutverk í Emil í Kattholti og í Fyrrverandi.