Björn Stefánsson
Björn Stefánsson lauk námi frá Film og Teaterskolen í Holberg árið 2013 og hefur starfað við Borgarleikhúsið síðan þá. Meðal eftirminnilegra verkefna Björns má nefna Mávinn, Elly, Níu líf og Deleríum búbónis. Björn er þekktur trommuleikari og hefur einnig farið með hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna sem bæði söngvari og leikari ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í Níu lífum.