Björn Stefánsson
Björn lauk námi í leiklistarskólanum Film og Teaterskolen í Holberg árið 2013 og hefur starfað við Borgarleikhúsið síðan þá. Meðal eftirminnilegra verka sem Björn hefur leikið í má nefna; Bláa hnöttinn, Mávinn, Elly og Rocky Horror. Björn er þekktur trommuleikari og hefur einnig farið með hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi.