Borgarleikhúsið

Hjörtur Jóhann Jónsson

Hjörtur útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2012 og hefur síðan starfað á leiksviði, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann hlaut fastráðningu hjá Borgarleikhúsinu árið 2015 og meðal sýninga sem Hjörtur hefur leikið í má nefna; Bláa hnöttinn, Elly og Medeu. Hjörtur hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaunin; fyrir hlutverk sitt sem Skarphéðinn Njálsson í Njálu og titilhlutverkið í Ríkharði III 2019.