Borgarleikhúsið

Sólveig Guðmundsdóttir

Sólveig Guðmundsdóttir lærði leiklist við The Arts Educational School í London og útskrifaðist árið 2002. Sólveig er ein af stofnendum Kvenfélagsins Garps og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi leikkona, höfundur og framleiðandi við fjölda leiksýninga með sjálfstæðum leikhópum. Sólveig hefur farið með hlutverk í hinum ýmsu útvarpsverkum og kvikmyndum. Meðal verka í Borgarleikhúsinu má nefna Sex í sveit og Emil í Kattholti. Hún hefur tvisvar hlotið Grímuverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki sem og Menningarverðlaun DV.