Borgarleikhúsið

Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Alþjóðlegi leiklistardagurinn 27.03.2024 - 27 mar. 2024

Alþjóðlegi leiklistardagurinn er í dag, miðvikudag 27. mars. Á hverju ári fær Sviðslistasamband Ísland sviðslistamann til að skrifa hugleiðingu af því tilefni. Í ár skrifar ávarpið Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri, dramatúrg og fagstjóri sviðshöfundabrautar við LHÍ.

Lífið er leikrit! Komið á Spotify - 22 mar. 2024

Lífið er leikrit - úr söngleiknum Fíasól gefst aldrei upp er nú komið á Spotify. 

Tónlistin úr Deleríum búbónis komin á Spotify - 20 mar. 2024

Nú er dásamlega tónlistin úr söngleiknum Deleríum búbónis komin á Spotify.

Fermingargjöfin er gjafakort í Borgarleikhúsið - 18 mar. 2024

Gjafakort í Borgarleikhúsið er tilvalin gjöf fyrir fermingarbarnið. Fjölbreytt úrval sýninga er í boði og flest ættu að geta fundið sýningu við sitt hæfi! 

Vel heppnuð frumsýning á X - 18 mar. 2024

Síðasta frumsýning vetrarins var síðastliðinn laugardag þegar X frumsýnd. Leikarar og listrænir stjórnendur stilltu sér upp eftir vel heppnaða sýningu og í forgrunni má sjá Kríu Valgerði Vignisdóttur sem debuteraði á sýningunni!

Fjögur ár frá frumsýningu 9 lífa - 13 mar. 2024

Í dag eru fjögur ár frá frumsýningu 9 lífa. Sýningin er sú aðsóknarmesta í sögu íslensks leikhúss og hefur nú verið sýnd 232 sinnum fyrir yfir 125.000 leikhúsgesti. 9 líf var valin sýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni 2022.

Konudagsgjöfin er ferð í Borgarleikhúsið - 22 feb. 2024

Konudagurinn er næstkomandi sunnudag og er ferð í Borgarleikhúsið frábær gjöf í tilefni dagsins! Miði á söngleikinn Eitruð lítil pilla eða gjafakort í leikhúsið! 

Baráttusöngur barnanna úr sýningunni Fíasól á íslensku táknmáli - 13 feb. 2024

Dagur íslenska táknmálsins var haldinn hátíðlegur þann 11. febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var Baráttusöngur barnanna úr sýningunni Fíasól gefst aldrei upp fluttur á íslensku táknmáli í Krakkafréttum.

Tvö vel sótt námskeið tengd söngleiknum Eitruð lítil pilla - 9 feb. 2024

Í vikunni stóð Borgarleikhúsið fyrir tveimur ólíkum námskeiðum í tengslum við Eitraða litla pillu og voru þau vel sótt og skemmtileg.

Síða 2 af 12