Borgarleikhúsið

Deleríum búbónis

  • Stóra sviðið
  • 2:30 með einu hléi
  • Verð: 9.900

Deleríum búbónis

Sígild perla aftur á svið!

Dásamlegur gamansöngleikur fullur af sígildum lögum bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona.

Jólin eru á næsta leiti og Ægir Ó. Ægis forstjóri og mágur hans Jafnvægismálaráðherrann sjá fram á stórgróða vegna einkaleyfis þeirra á innflutningi á jólatrjám og ávöxtum. En það er í mörg horn að líta hjá forstjórahjónunum Ægi og Pálínu. Frumsýning á ballettinum Djákninn á Myrká stendur fyrir dyrum í Iðnó, kostaður af forstjóranum, þar sem Guðrún dóttir þeirra fer með aðalhlutverkið. Pálína þráir ekkert heitar en að mæta á frumsýninguna á bílnúmerinu R-9, enda eru það bara plebbar sem eiga hærra bílnúmer. Dægurlagahöfundurinn Leifur og atómskáldið Unndór Andmar takast á um ástir Guðrúnar. Sigga sviðsmaður vonar að sýningin hrynji ekki öll í gröf djáknans. Mælirinn gengur hjá leigubílstjóranum Gunnari Hámundarsyni, og hinn slóttugi Einar í Einiberjarunni reynist erfiður ljár í þúfu. Þegar skip Ægis og ráðherrans með öllum herlegheitum jólanna er sett í sóttkví vegna skæðs faraldurs – Deleríum búbónis – þurfa mágarnir að taka á öllum sínum spillingarráðum.

Deleríum búbónis er ein af perlum íslensks leikhúss.


Söngur jólasveinanna:

Saga Deleríum búbónis og tónlistin

Söngur jólasveinanna

Gagnrýni

Þetta er dásamlegt verk og Bergur Þór sýnir fram á að það var ómaksins vert að dusta af því rykið. Sýningin frá 1959 (sem ég sá með pabba og mömmu) var sýnd 150 sinnum. Ég spái þessari sömu tölu – að minnsta kosti.

S.A. Tmm.is

Hér smellur allt saman, búningar, hljóð, lýsing og leikur svo á sviðinu verður til heimur í hnotskurn, fullkominn og einstakur í sínu en samt með boðskap til áhorfenda.

S.S. Lifðu núna

Þessi uppsetning er stórkostlega vel unnin af fagfólki með sterka listræna sýn og vel þess virði að sækja og eiga kvöldstund fulla af hlátri, tónlist, dansi, fegurð og feiknargóðum leik.

N.H. Víðsjá

Leikarar

  • Ásthildur Úa Sigurðardóttir
  • Björn Stefánsson
  • Esther Talía Casey
  • Haraldur Ari Stefánsson
  • Halldór Gylfason
  • Sigurður Þór Óskarsson
  • Sólveig Guðmundsdóttir
  • Valur Freyr Einarsson
  • Vilhelm Neto

Listrænir stjórnendur

  • Höfundar

    Jónas og Jón Múli Árnasynir
  • Leikstjórn

    Bergur Þór Ingólfsson
  • Danshöfundur

    Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
  • Tónlistarstjórn

    Agnar Már Magnússon
  • Leikmynd

    Heimir Sverrisson
  • Búningar

    Stefanía Adolfsdóttir
  • Lýsing

    Gunnar Hildimar Halldórsson
  • Hljóðmynd

    Þorbjörn Steingrímsson
  • Leikgervi

    Guðbjörg Ívarsdóttir
  • Hljómsveit

    Agnar Már Magnússon

    Matthías Hemstock

    Nicolas Moreaux

    Sigurður Flosason