Borgarleikhúsið

Fjölnir Gíslason

Ljósahönnuður

Fjölnir Gíslason útskrifaðist með BA gráðu í leiklist frá CISPA í Danmörku árið 2019. Hann hefur síðan leikið á sviði hérlendis og erlendis sem og komið fram í kvikmyndum og sjónvarpi. Þá á hann að baki glæstan feril sem ljósahönnuður og hefur m.a. hannað ljós fyrir SUND, Hetju og Hulið í Tjarnarbíói, Tu Jest a Drogo fyrir PoliS, Teprurnar fyrir Borgarleikhúsið og AION og Rómeó & Júlíu fyrir Íslenska dansflokkinn auk þess sem hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir ljósahönnun ásamt Mirek Kaczmarek fyrir Prinsessuleikana í Borgarleikhúsinu.