Borgarleikhúsið

Ingólfur Eiríksson

Þýðandi

Ingólfur Eiríksson er með meistarapróf í ritlist frá Háskóla Íslands og meistarapróf í nútímabókmenntum frá Háskólanum í Edinborg. Hann hefur starfað sem blaðamaður, texta- og hugmyndasmiður og kennari í íslensku sem annað mál. Hann hefur sent frá sér ljóðsöguna Klón: Eftirmyndasögu í samstarfi við Elínu Eddu og skáldsöguna Stóra bókin um sjálfsvorkunn sem hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2021.