Borgarleikhúsið

Jón Atli Jónasson

Þýðandi

Jón Atli Jónasson er leikskáld en hefur einnig getið sér gott orð sem þýðandi, handritshöfundur og rithöfundur. Hann er einn stofnanda Mindgroup sem eru evrópsk samtök leikhússfólks sem vinnur að tilraunakenndri leiklist. Jón Atli hefur einnig skrifað kvikmyndahandrit, þar á meðal Djúpið frá árinu 2013 sem byggt var á samnefndu leikriti hans. Hann hefur þrisvar verið tilnefndur til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna, árið 2011 var hann valinn Útvarpsleikritahöfundur Norðurlanda og útvarpsleikrit hans um Guðmundar- og Geirfinnsmálið lenti í þriðja sæti Prix Europa- verðlaunanna 2017.