Borgarleikhúsið

Karl Olgeirsson

Tónlistarstjóri

Karl Olgeirsson hefur starfað sem tónlistarmaður frá unga aldri. Hann er tónskáld, útsetur, spilar á fjölda hljóðfæra, hefur stjórnað upptökum á nokkrum tugum hljómplatna og leikið inn á margfalt fleiri. Hann hefur starfað með fjöldamörgum hljómsveitum og tónlistarfólki. Hann hefur samið tónlist við útvarpsverk, sjónvarp og kvikmyndir en einnig starfað mikið í leikhúsi. Meðal nýlegra leikhúsverkefna má nefna Kardemommubæinn í Þjóðleikhúsinu og Fíasól gefst aldrei upp í Borgarleikhúsinu. Hann hefur hlotið bæði Grímuna, Edduna og Íslensku tónlistarverðlaunin.