Borgarleikhúsið

Sigríður Sunna Reynisdóttir

Leikmynda- og búningahönnuður

Sigríður Sunna Reynisdóttir útskrifaðist með BATP leikhúsgráðu frá Royal School of Speech and Drama í London árið 2012. Hún er stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ hönnunarteymisins og hefur leitt fjölbreytt verkefni þess á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Sigríður Sunna hefur hannað leikmyndir, búninga og leikbrúður fyrir fjölbreytt sviðsverk síðustu ár og unnið jöfnum höndum fyrir Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, Íd, Leikfélag Akureyrar og Tjarnarbíó. Af verkefnum sem hún hefur unnið fyrir Borgarleikhúsið má nefna 1984, Tvískinnung, Lóaboratoríum og Hamlet litla.