Borgarleikhúsið

Una Þorleifsdóttir

Leikstjóri

Una Þorleifsdóttir útskrifaðist frá Royal Holloway University of London árið 2004 með MA í leikstjórn. Hún hefur starfað sem leikstjóri frá útskrift auk þess sem hún hefur unnið sem prófessor á Sviðslistabraut við Listaháskóla Íslands. Af nýlegum verkum sem hún hefur leikstýrt í Borgarleikhúsinu má nefna Þéttingu hryggðar, Síðustu daga Sæunnar og Prinsessuleikana. Hún hefur hlotið fjölmargar tilnefningar til Grímuverðlaunanna og fékk hana sem leikstjóri ársins árið 2020.