Borgarleikhúsið

Gísli Örn Garðarsson

Gísli útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Hann hóf störf í Borgarleikhúsinu strax eftir útskrift og lék í fjölda sýninga. Gísli er einn af stofnendum leikhópsins Vesturports og hefur tekið þátt í flestum verkefnum hópsins, sem leikari, leikstjóri og höfundur. Hann hefur leikstýrt og leikið í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum víða um heim og hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín. Meðal sýninga sem Gísli hefur leikstýrt má nefna; Woyzeck, Hamskiptunum og Óþelló.